Við getum verið sæt eða ljót, rík eða fátæk en samt er ég nú bara hér á hjartadeildinni í félagsskap eldri manna.
Er yngstur sem er ekki endilega gott í þessu samhengi.
Hjúkrunarkona tekur lífsmörkin og ég hugsa um veturinn sem vann á geðdeild. Hugsa um Suður-Ameríkanann sem vann á vaktinni með mér á nýársnótt. Hræðileg nótt sem mig langar ekki til að segja frá. Ekki núna. Nema frá þessu fallega augnabliki þegar hann kveikti á sígarettu rétt eftir miðnætti útá svölum deildarinnar. Stranglega bannað náttúrulega en þessir Chilebúar kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur borgaralegri óhlýðni.
“Vertu ekki svona hræddur,” segir hann við mig og býður mér. Ég kem sjálfum mér á óvart og þygg. Við reykjum saman og hann segir einhverjar sögur af sjálfum sér sem ég man ekki.
Mér leið vel. Held svei mér þá að ég hafi verið í hátíðarskapi.
…