Draumalandið

Lét loksins verða af því að kaupa Draumalandið hans Andra. “Þetta er merkileg bók,” sagði konan í Office 1 þegar ég lagði bókina á afgreiðsluborðið. “Ertu búin að lesa hana?” spurði ég. “Ójá,” sagði hún og horfði á mig hálf undrandi. “Hei fífl, auðvitað er ég búin að lesa hana,” var hún sennilega að hugsa.

Ég las fyrstu hundrað og fimmtíu blaðsíðurnar á tveimur klukkutímum. Ég hef ekki rifið bók í mig af jafn mikilli áfergju í mörg ár. Ég veit ekkert hvort þetta er meistaraverk en mikið djöfulli er hún vel skrifuð og mikið djöfulli er þetta klár rithöfundur. Hann jaðrar við að vera of snjall og vittí og maður má passa sig á að nota það ekki gegn honum. Þetta er skyldulesning fyrir alla Íslendinga eins og Vigga Pres segir á forsíðukvótinu.

 

jonknutur