Þegar ég var í Leicester tók ég hlutverk Íslendingsins mjög alvarlega. Ef það þurfti einhver í partíinu að gera sig að fífli tók ég það að mér umhugsunarlaust. Þetta gerði ég á úthugsaðan hátt. Ég vissi að mér myndi ganga vel í náminu (ég var í stuði til að læra í Englandi) en sigurinn yrði enn sætari ef meðnemendur mínir héldu að ég hefði nákvæmlega ekkert fyrir þessu. Ég vann því hörðum höndum að því að byggja upp ímynd hins akademíska villimanns.