Ég gekk til rjúpna með góðum vini um síðustu helgi. Fékk ekki neitt svo það komi strax fram. Og mér er eiginlega sama. Eða svona næstum því…

Ég tók meðvitaða ákvörðun síðasta vetur að verða mér úti um veiðikort og skotvopnaleyfi. Ég hef aldrei haft neina byssudellu ef frá er talin leikfangabyssudella þegar ég var tíu ára en ólíkt mörgum sveitungum og jafnöldrum var þetta ekki eitthvað sem ég sóttist í. Ég fór í mússíkina og einhverra hluta vegna var lítil skörun á milli þeirra vinahópa sem grúbbuðu sig saman á hljómsveitaræfingum í Tónabæ og Steininum og þeirra sem fóru til fjalla og heiða á haustin á gæsaveiði eða hreindýraveiði nú eða rjúpnaveiði.

Í hljómsveitarliðinu voru soddan pasifistar að bara hugmyndin um að skjóta úr byssu var hreint og beint fjarstæðukennd. Til hvers að skjóta gæs þegar maður getur keypt aligæs í kaupfélaginu? Fyrir utan þorsk, ýsu og einstaka svartfugl var aldrei borðuð villibráð heima hjá mér. Mér hefur verið sagt að pabbi hafi nokkrum sinnum farið á gæs en hætt því eftir nokkur skipti. Honum fannst hún svo falleg til augnanna og gat ekki drepið hana. Mamma hafði þetta einhvern tímann eftir honum og ég hef enga trú á öðru en að þetta sé satt.

Pabbi, eins og mörg önnur börn sjávarþorpanna, gat drepið fisk án teljandi áhrifa á hjartsláttinn en að drepa skepnur sem draga andann ofansjávar reyndist honum miklu erfiðara.

Og auðvitað sjá allir að þetta er hræsni. Auðvitað er hræsni að finnast það hallærislegt þegar menn stilla sér upp við hliðina á skotnum tarfi eða fyrir aftan hrúgu af dauðum fugli en finnast það svo aftur á móti fullkomlega eðlilegt að láta taka mynd af sér með spriklandi þorsk á færinu.

Nú er er örugglega rétti tíminn til að flippa út og hjóla í sjómanninn pabba og ásak

 

jonknutur