Við erum fjögurra ára
kannski fimm
man það ekki alveg
(vonandi ekki eldri)
við drífum nokkuð langt
eða frá miðju gólfi
að þvottavélinni
sem stendur við vegginn
strengurinn lendir á glerinu
og froðukennd smákvísl
rennur með hægð
í átt að niðurfallinu
við tökum þetta alvarlega
enginn gassagangur
stöndum bara
hlið við hlið
rjóðir
og sprænum einbeittir
man ekki hvor vann
veit bara
að pissukeppninni
á milli okkar
er ekki enn lokið