Á hraðferð

Ég er á hraðferð því dagurinn er tékklisti og ég er ekki einu sinni búinn með helminginn. Ég er á hraðferð en dóttir mín stendur grátandi á miðju stofugólfinu því skólabróður hennar drap býflugu sem hún hafði nært með sykurmola í laumi í frímínútunum. Hvernig get ég lagt allt frá mér þegar ég á eftir að steikja fiskinn, leggja inn umsókn um endurfjármögnunum húsnæðislánanna okkar hjá sparisjóðnum, fara með fatakassann í Rauða krossinn, já, og setjast svo niður og finna ljóðrænuna í öllu heila klabbinu?

 

jonknutur