Blár mánudagur

Á þessum viðkvæma aldri
þar sem öll heilsufarsleg frávik
eru undanfarar
erfiðra
langtíma
veikinda

hversdagslegur hausverkur?
sennilega drög að heilablóðfalli

var þessi fæðingarblettur þarna í gær?
húðkrabbi í fæðingu
no doubt

andstuttur á hlaupabrettinu?
ég held barasta
að ég hljóti að vera fá hjartaáfall!

og saklaus kláði í endaþarmi
hlýtur að vera
gyllinæð morgundagsins

ég er 46 ára og mér er sagt
að svona hugsanir
séu eðlilegar fyrir mann
eins og mig
maður sem er
í lýðfræðilegu tilliti
hvorki né
hvernig sem á það er litið

ég held því
að mér sé ekki stætt á öðru
en að koma mér þægilega fyrir á biðstofunni
(en ekki of þægilega)
og hinkra eftir niðurstöðunni

 

jonknutur