Á þriðjudegi kl. 14:36

Á stofuborðinu gerviblóm
í vatni
við hlið þess
ljósmynd af bæjarfjallinu
í gylltum ramma
baðað tunglsljósi
og filterum
sem barnabarnið kenndi honum að nota

Alfreð Henry
fyrrum aflaskipstjóri
og formaður golfklúbbsins
reynir að festa hugann
við handboltaleikinn
án árangurs

því að sko

hann er enginn útlendingahatari
bara hreint ekki
pólska stelpan sem þrífur sameignina
sem heitir annað hvort Olivia eða Zofia
er t.d. frábær
og Tito
þessi sem keyrir bílinn
er ekkert nema kurteisin

en hvers vegna
í almáttugs bænum!
þurfa gínurnar
í fatadeild kaupfélagsins
að vera svartar?

 

jonknutur