Tíminn

Þú hlærð ekki lengur
þegar ég brýt saman
súrmjólkurfernuna
og læt hana reka við
á þann hátt
sem pabbi þinn einn kann
en svo hrynja himnar
þegar bekkjarbróðir þinn
kremur býflugu!

þannig er nú það

tíminn
segja þeir
er ólseigur
og líður áfram
eins og stórfljót

ég veit það ekki
varla

ég held nefnilega
svona okkar á milli
að þannig tali bara menn
sem hafa of lítið fyrir stafni

því tíminn
segi ég
er heimsþekkt dansspor
sem geysist áfram
aftur á bak

 

jonknutur