Þetta er löngu liðin tíð
en öll leikkerfin
sem þú samdir
með vísifingri í mölina
á hrufluðum hnjám
umkringdur vinum og yngri frændum
enduðu með marki
sem þú skoraðir
og þetta er minningin mín
um þig
gamall vinur þinn
sagði frænku sem sagði gömlum frænda
sem sagði svo mér
eitt og annað
um skilnað
og önnur vandamál fullorðinna
sem enda sjaldnast með marki
en það breytir engu
þetta er minningin mín
um þig