Heilræði

Það getur verið svo
helvíti ópraktískt
fyrir heimilið
að vera of upptekinn

af sjálfum sér

sértu ekki með fullri
meðvitund
um þarfir hinna
getur eitthvað
í líkingu við þetta
gerst:

þú ferð út í búð
og það er þrennt á listanum:

nýmjólk
uppáhalds morgunkorn barnanna
og eyrnapinnar

en þú kemur heim
með maríneraðar ólívur
sem enginn borðar
og enginn elskar

nema náttúrulega þú

 

jonknutur