Ég hótaði því einhvérn tímann að skrifa meira um Ameríkutúrinn á þessa síðu og það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera núna. Ég ætla rifja upp kvöldið sem við Sas áttum með mannræningjanum ljúfa Pete Rose og nýaldarspekingnum Nened. Að sjálfsögðu vissum við ekki að Pete væri mannræningi þegar við hittum hann – sem betur fer því þá hefðum við aldrei kynnst þessari hlið amerísku þjóðarsálarinnar ef hún er þ.e.a.s. til.
Við hittum þetta fólk á um tíu leytið á mánudagskvöldi á hótelbar í smábænum Point Arena rétt norðan við San Fransisco. Við höfðum tekið því rólega dagana á undan en ætluðum núna að drífa okkur til Oregon helst á einum degi. Við nenntum því hins vegar ekki og stoppuðum í þessum bæ um leið við sáum veitingastað sem seldi mexíkóskan mat – allt organic vitaskuld. Náunginn á módelinu var greinilega skakkur þegar við tékkuðum okkur inn og sagði “úlala” þegar hann fann loksins lyklana að herberginu okkar. Hann var ekki eini maðurinn sem reykti gras í bænum því Pete sagði mér seinna að Point Arena væri “The capitol city of a country called Marijuana.” Hann sagði líka að íbúar bæjarins væru flestir gamlir hippar og lið sem flúði herskyldu á sjöunda áratuginum. “The hills are full of ’em,” sagði hann seinna um kvöldið og benti eitthvert útí loftið.
Hvað um það. Náunginn á módelinu seldi okkur tvær kippur af bjór og sýndi okkur síðan herbergið sem var eins og öll svefnherbergin í þessari ferð: Stórt rúm, sjónvarp og kaffivél sem mallaði ágætis instantkaffi. Þegar við höfðum klárað bjórinn ákváðum við að kíkja á ströndina og tékka á bar sem við vissum af þar. Það var mánudagskvöld og þegar við