…
Hlusta á nýju plötuna með U2. Það er orðin lenska hjá þeim sem skrifa um tónlist að tala illa um nýjustu U2 plötuna. Þetta byrjaði einhvern tímann uppúr 2000 og svekkelsið virðist bara færast í aukana. Þeir fara bara óstjórnlega í taugarnar á ðe hipsteratí og þetta er löngu hætt að snúast um tónlist. Þetta snýst um sólgleraugun hans Bónó.
Enívei. Mér er sússum slétt sama. Ég hef verið aðdáandi í tuttugu og fimm ár og fylgist alltaf með þeim. Hér eru mín tvö sent um þessa plötu:
Hún er talsvert skárri en síðasta plata en það þurfti reyndar ekki mikið til. Hún er sennilega andlega skyldust All That You Can’t Leave Behind frá 2000. Svona “back to basics” nema hvað skilningur U2 á þessu concepti er margfalt dýrari og raffíneraðri en skilningur t.a.m. AC/DC. “Back to basics” hjá U2 þýðir að þeir ráða alla trendí pródúsera bransans og gera hi-fi plötu dauðans sem líkist October og/eða War akkúrat ekki neitt.
Ég er orðinn soldið mikið leiður á öllu þessu “nanana” og “jejeje” og “hóhó” sem einkenna