ATP

Fór um síðustu helgi á hipsterahátíðina All Tomorrow’s Parties á Natóbeisinu í Keflavík. Tók að vísu bara laugardagskvöldið þar sem ég var sjálfur upptekinn í spilamennsku á föstudagskvöldinu. Kom ekki að sök þar sem ég hafði langmestan áhuga á Nick Cave og slappa sæðinu. Sá nokkur bönd og hef m.a. þessar skoðanir:

Mono Town Íslenskt band sem ég hef einhvern tímann lesið um. Duttum (fór með Geira og dóttur hans Rannveigu) inní mitt prógramm hjá þeim og ég get ekki sagt að þetta hafi verið mjög eftirminnilegt. Trommarinn var reyndar frábær en ég sá hann líka sl. fimmtudagskvöld á Jasshátíð Egilsstaða. Hrein unun að fylgjast með honum. Senuþjófur af dýrari gerðinni.

Squrl Band sem inniheldur leikstjórann Jim Jarmusch. Úberhipsteralegt prógramm

 

jonknutur